Alberto Borges Moreno þjálfari frjálsíþróttadeildar Breiðabliks var á dögunum sæmdur gullmerki Frjálsíþróttasambands Íslands.

Er þetta enn ein rósin í hnappagat Albertos á stuttum tíma en hann hlaut t.a.m. þjálfarabikar Breiðabliks á íþróttahátíð félagsins sem haldin var í janúar.

Þess ber að geta að Alberto fagnar 10 ára starfsafmæli hjá félaginu í ár.

Breiðablik óskar Alberto innilega til hamingju með viðurkenninguna.