Mótsstjórn Símamótsins er þessa dagana að vinna hörðum höndum að uppsetningu á riðlum og það er ljóst að þetta 38. Símamót mun verða stórskemmtilegt.

Okkur sýnist allt ætla að ganga upp með svipuðum tímasetningum og í fyrra en við látum vita þegar endanleg dagskrá verður gefin út. Svæðinu verður skipt upp á sama hátt og gekk svo vel á síðastu mótum þ.e. að 6., 7. og 8. flokkur spila á félagssvæðinu við Smárann og 5. flokkur verður í Fagralundi.

Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega senda póst á simamotid@breidablik.is.