2021 var ákveðið að öll lið á Símamóti myndu heita eftir knattspyrnukonum.
Þessu var vel tekið og almenn ánægja meðal foreldra og þátttakenda.
Breiðablik vill skapa hefð með þessu og halda áfram að láta liðin heita eftir knattspyrnukonum.
Það er mikilvægt að stelpurnar eigi fyrirmyndir og þekki til þeirra knattspyrnukvenna sem spila með liðum á Íslandi, sem atvinnukonur erlendis og í landsliðinu.