Björgvin Smári Kristjánsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Breiðabliks og tekur hann við starfinu af Hrafnhildi Gísladóttur sem lét af störfum að eigin ósk.
Björgvin Smári er 34 ára gamall fjölskyldumaður sem æfði m.a. knattspyrnu með Breiðabliki á yngri árum.
Björgvin Smári lauk B.SC. í viðskiptafræði frá HR árið 2010, M.SC. í fjármálum fyrirtækja frá HR og UNM árið 2011 og M.Acc. í reikningsskilum og endurskoðun frá HÍ árið 2014. Björgvin hefur störf í lok sumars.
Um leið og við bjóðum Björgvin Smára hjartanlega velkominn til starfa vill félagið þakka Hrafnhildi Gísladóttur fráfarandi fjármálastjóra fyrir frábært og óeigingjarnt starf fyrir félagið og óskar henni velfarnaðar í komandi verkefnum.