Að gefnu tilefni vill knattspyrnudeild Breiðabliks koma á framfæri eftirfarandi skilaboðum er varðar fréttaflutning af skemmtanahaldi Rey Cup.
Knattspyrnudeild Breiðabliks harmar það orðaval sem fram kemur í umræðunni og endurspeglar það á engan hátt stefnur félagsins.

Enn fremur skal tekið fram að knattspyrnudeild Breiðabliks bannar ekki iðkendum að sækja skemmtanir á annars glæsilegu knattspyrnumóti Þróttar, Rey Cup.
Hins vegar tíðkast sá siður að félagið bendi foreldrum sinna iðkenda á að börnin séu á ábyrgð foreldra sinna þegar slíkar skemmtanir eru sóttar.

 

F.h. knattspyrnudeildar Breiðabliks

Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks

Ísleifur Gissurarson deildarstóri Barna- og unglingaráðs knd. Breiðabliks