Nýverið undirrituðu veitingastaðurinn Lemon og knattspyrnudeild Breiðabliks undir styrktarsamning og verður fyrirtækið því eitt af bakhjörlum deildarinnar. Þar með verður Breiðablik sömuleiðis hluti af Team Lemon en hópurinn samanstendur af íþróttafólki sem Lemon styrkir.

Við erum sannarlega þakklát fyrir samstarfið enda miklir aðdáendur staðarins!

Á myndinni sjást Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon, Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks og Jóhanna Soffía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Lemon, skrifa undir samning.