Formaður Breiðabliks, Ásgeir Baldurs, var um síðustu helgi sæmdur Gullmerki félagsins.
Tilefnið var heldur betur ekki amalegt en um var að ræða fimmtugsafmæli kappans.
Ásgeir er borinn og barnfæddur Breiðabliksmaður sem sleit fyrstu takkaskónum sínum á Vallargerðisvellinum og spilaði í grænu allan sinn feril.
Breiðablik óskar Ásgeiri innilega til hamingju með viðurkenninguna og ekki síður stórafmælið. 
Með Ásgeiri á myndinni er Rakel Ásgeirsdóttir ritari aðalstjórnar og Guðmundur G. Sigurbergsson formaður heiðursveitingarnefndar.