Sigurður Hlíðar lét af störfum í dag hjá Breiðabliki en hann hefur starfað sem deildarstjóri hjá knattspyrnudeild Breiðabliks undanfarin 8 ár.
Siggi Hlíðar eins og hann er iðulega kallaður hefur átt stóran þátt í uppbyggingu og velgengni knattspyrnudeildar Breiðabliks undanfarin ár.
Í gær var haldið kveðjuhóf honum til heiðurs þar sem stjórnarfólk, starfsmenn (núverandi og fyrrverandi) ásamt leikmönnum og þjálfurum kvöddu Sigga.
Við sama tilefni var Siggi Hlíðar sæmdur Silfurmerki Breiðabliks fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins undanfarin ár auk þess sem Eysteinn Pétur framkvæmdastjóri sagði nokkur orð og leysti hann út með kveðjugjöf frá félaginu.
Hans verður sárt saknað en Knattspyrnudeild Breiðabliks vill þakka Sigga Hlíðari fyrir frábær störf fyrir félagið undanfarin ár og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.