Ungi skáksnillingurinn Vignir Vatnar Stefánsson er nýjasti stórmeistari Íslands í skák!

Hann lauk rétt í þessu þátttöku á alþjóðlegu skákmóti í Arandjelovac í Serbíu þar sem árangur Vignis samsvaraði 2608 skákstigum.

Hann lagði gríska alþjóðlega meistarann Dimitris Alexakis í lokaumferð mótsins til að tryggja sér þriðja stórmeistaraáfangann en Vignir hefur áður náð 2500 Elo stigum og uppfyllir því öll skilyrðin til að verða útnefndur stórmeistari af Alþjóðaskáksambandinu FIDE.

Vignir, sem er nýorðinn tvítugur, er liðsmaður Skákdeildar Breiðabliks og ásamt því að tefla á mótum um heim allan kennir hann yngri iðkendum deildarinnar á æfingum nokkrum sinnum í viku þar sem hann miðlar þekkingu sinni og reynslu til þeirra.

Hann er sannarlega frábær fyrirmynd fyrir yngri skákmenn og framtíðin er björt í íslenskri skák.

Breiðablik óskar Vigni innilega til hamingju með árangurinn!