Úthlutað hefur verið úr Afreksjóði FRÍ fyrir árið 2023 en að þessu sinni er um að ræða 10,5 milljóna styrk sem skiptist á milli 18 einstaklinga í þremur flokkum. Flokkarnir sem um ræðir eru framúrskarandi íþróttamenn, afreksfólk FRÍ og afreksefni FRÍ en Afrekssjóður FRÍ skilgreinir þær upphæðir sem eru til úthlutunar í hverjum flokki og ákveður fjárhæð styrkja í hverju tilfelli. Tveir Blikar eru í hópi styrkþega í ár en þau Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson, þrístökkvari og Júlía Kristín Jóhannesdóttir, 100 m grindahlaupari hlutu bæði styrki í flokki afreksefna FRÍ. Við óskum Guðjóni og Júlíu innilega til hamingju með styrkina og hlökkum til að hvetja þau áfram í komandi verkefnum.