Sumarið er tíminn og meðfylgjandi er æfingatafla frjálsíþróttadeildarinnar fyrir sumarið.
Athugið að iðkendur í 1.-4. bekk eru komnir í sumarfrí frá og með 1. júní en iðkendum í 3.-4. bekk er velkomið að mæta með 5.-6. bekk á æfingar í sumar. Fyrir þau yngri bendum við á sumarnámskeið Breiðabliks þar sem m.a. er boðið upp á frjálsíþróttanámskeið.