Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum hefst í dag og eru yfir 150 þátttakendur skráðir til leiks frá 12 félögum og einn erlendur keppandi. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks býður til mótsins sem verður haldið á Kópavogsvelli dagana 9.-11. júní og er gaman að segja frá því að Blikar eiga 18 fulltrúa á móti helgarinnar. Keppendur frá Breiðablik eru eftirtalin:
- Andrea Odda Steinþórsdóttir keppir í langstökki, kringlukasti, spjótkasti, sleggjukasti og kúluvarpi.
- Aron Ingi Sævarsson keppir í 100 og 200 m hlaupi.
- Bergrún Eva keppir í 800, 1500 og 3000 m hlaupi, sleggjukasti og kúluvarpi.
- Birna Kristín Kristjánsdóttir keppir í 100 m hlaupi, 100 m grindahlaupi og langstökki.
- Bjarni Hauksson keppir í kringlukasti og kúluvarpi.
- Elísabet Ósk Jónsdóttir keppir í 100 og 200 m hlaupi, grindahlaupi og langstökki.
- Elizabet Rún Hallgrímsdóttir keppir í 100 og 200 m hlaupi, langstökki, stangarstökki og þrístökki.
- Guðjón Dunbar Diaquoi Þorsteinsson keppir í langstökki, þrístökki og spjótkasti.
- Guðný Lilja Steinþórsdóttir keppir í 100 m hlaupi, langstökki og kringlukasti.
- Guðrún Fjóla Ólafsdóttir keppir í 100 m hlaupi.
- Júlía Kristín Jóhannesdóttir keppir í 100 og 200 m hlaupi, 100 m grindahlaupi, hástökki, langstökki, spjótkasti og kúluvarpi.
- Katla Margrét Jónsdóttir keppir í langstökki, kringlukasti, spjótkasti, sleggjukasti og kúluvarpi.
- Kristín Guðjónsdóttir keppir í 100 og 800 m hlaupi og langstökki.
- Leó Þór Magnússon keppir í 100 og 200 m hlaupi
- Markús Birgisson keppir í 100, 200 og 400 m hlaupi, 110 og 400 m grindahlaupi, hástökki, langstökki, stangarstökki, kringlukasti, spjótkasti og kúluvarpi.
- Róbert Elí Árnason keppir í 100 og 200 m hlaupi, langstökki, kringlukasti og kúluvarpi.
- Snæfríður Eloïse Rist keppir í 80 og 300 m hlaupi, hástökki, langstökki, spjótkasti og kúluvarpi.
- Stefán Kári Smárason keppir í 1500 og 3000 m hlaupi.
Við óskum keppendum öllum góðs gengis um helgina og hvetjum alla áhugasama til að mæta á Kópavogsvöll og hvetja íþróttafólkið okkar til dáða.