Gleðipinnarnir í stjórn frjálsíþróttadeildar Breiðabliks boða til foreldrafundar þriðjudagskvöldið 26. september kl. 20 í salnum í Smáranum fyrir foreldra barna í 5.-10. bekk. Við lofum skemmtilegheitum og góðu spjalli þar sem við munum kynna starf deildarinnar og fyrirhugaða ferð á Gautaborgarleikana í Svíþjóð sem haldnir verða 5.-7. júlí 2024.

Hér er komið kjörið tækifæri til að spjalla saman á léttu nótunum, kynnast öðrum foreldrum og styrkja hópinn en gott foreldrasamstarf skiptir miklu máli fyrir krakkana okkar og gerir frjálsíþróttalífið svo miklu skemmtilegra.

Í boði verða léttar (og mögulega smá sætar) veitingar.

Við hlökkum til að sjá ykkur.