Okkar allra besti Sveinn Sampsted hefur verið tilnefndur sem einn af tíu mest framúrskarandi ungu Íslendingum þessa árs.
Í dag mun forseti vor, Guðni Th. Jóhannesson, veita þessum tíu aðilum viðurkenningu við hátíðlega athöfn í Háskóla Reykjavíkur ásamt því að dómnefnd mun velja einn aðila úr hópnum sem hlýtur nafnbótina “Framúrskarandi ungur Íslendingur 2023”.
Sveinn okkar hlýtur sína viðurkenningu fyrir framlag sitt til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda en undanfarið árið hefur Sveinn fengið mikið lof fyrir fyrirlestur sinn “Hinsegin og íþróttir” sem hann hefur flutt um land allt og meðal annars fyrir tæplega 200 Blika í upphafi árs.
Til hamingju Sveinn!