Frjálsíþróttadeild Breiðablik hefur gert áframhaldandi samning við New Wave Iceland, umboðsaðila Craft á Íslandi og munu allir iðkendur deildarinnar keppa í fatnaði frá Craft næstu tvö árin. Craft hefur á síðustu árum haslað sér völl á liðamarkaðnum með frábærum árangi og hefur fjöldi landsliða og félagsliða kosið að leika í þessum hágæða íþróttafatnaði. Af hverri seldri Breiðablik flík renna 500-1.000 kr. óskertar til deildarinnar og er því um að ræða mikilvægan stuðning við deildina sem m.a. verður nýttur í æfinga- og keppnisferðir meistaraflokks. Áslaug Pálsdóttir, formaður frjálsíþróttadeildar Breiðablik, og Haraldur Jens Guðmundsson, framkvæmdastjóri New Wave Iceland, undirrituðu samninginn í dag og færðu meistaraflokki í leiðinni nýjar húfur fyrir veturinn og er óhætt að segja að allir séu í skýjunum með áframhaldandi samstarf.