Okkur langar að minna á að velunnarar Breiðabliks geta fengið endurgreiðslu frá skatti ef þeir styrkja félagið.

 

Einstaklingar geta því styrkt Breiðablik um allt að 350.000 kr en að lágmarki 10.000 kr á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.

Dæmi: Einstaklingur sem greiðir 4.000 kr styrk til Breiðabliks á mánuði fær skattaafslátt að fjárhæð 15.096 kr og greiðir þannig í raun 32.904 kr fyrir 48.000 kr styrk til félagsins

Nánar hér: RSK.IS

 

Fyrirtæki geta líka fengið skattaafslátt vegna styrkja. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum.

Miðað er við algengustu skattprósentu lögaðila, þ.e. 20%.

Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Breiðablik um 500.000 kr getur lækkað tekjuskattinn sinn um 100.000 kr. Fyrirtækið greiðir þannig í raun 400.000 kr fyrir 500.000 kr styrk til Breiðabliks.

Nánar hér: RSK.IS

 

Svona gengur ferlið fyrir sig.

Þú millifærir upphæð að eigin vali að lágmarki 10.000 kr inn á þá deild sem þú vilt styrkja hjá Breiðablik.

Aðalstjórn: 0563-26-2903, kt. 480169-0699
Frjálsar: 0536-26-7601, kt. 681293-3379
Hjólreiðar: 0546-26-4302, kt. 430215-1240
Karate: 0537-26-1679, kt. 590297-2679
Körfubolti: 0536-26-263, kt. 630692-2109
Fótbolti: 130-26-410410, kt. 410284-1389
Kraftlyftingar: 0130-26-90909, kt. 530309-0100
Skák: 0322-26-4664, kt. 561112-1770
Skíði: 0130-26-411100, kt. 550483-0259
Sund: 0322-26-001429, kt. 430591-1429
Taekwondo: 0130-26-11369, kt. 541010-0840
Þríþraut: 0322-26-1421, kt. 601217-2280
Rafíþróttir: 0537-26-7514, kt. 500921-1290

 

Síðan þarf að senda tölvupóst með eftirfarandi upplýsingum á
breidablik@breidablik.is

  • Nafn greiðanda
  • Kennitala greiðanda
  • Fjárhæð framlags
  • Hvaða deild er verið að styrkja
  • Greiðsludagur

Breiðablik mun senda kvittun til baka á greiðanda þar sem kemur fram nafn og kennitala greiðanda og fjárhæð framlags. Við munum sömuleiðis koma upplýsingum um styrki til Skattsins, sem kemur skattaafslættinum til skila til þín.

 

 

Við hjá Breiðablik sendum þakkir til allra þeirra sem hafa stutt okkur ómetanlega í gegnum tíðina.