Bjarki Rúnar Kristinsson, sem bæði æfir og þjálfar hjá Breiðablik, var valinn í landsliðsval fyrir Norðurlandameistaramót innanhúss sem fram fer í Bærum í Noregi í dag, sunnudaginn 11. febrúar. Ísland teflir þar fram sameiginlegu liði með Danmörku gegn liðum frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi.

Bjarki Rúnar, sem keppir í þrístökki, er einn af átta Íslendingum sem keppa á mótinu og sendum við honum og liðinu öllu okkar bestu baráttukveðjur yfir hafið.