Sæl veriði,

Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir yfirþjálfari og Karl Pálmason afreksþjálfari hafa sagt starfi sínu lausu og eru þau því hætt allri þjálfun fyrir félagið. Við þökkum þeim fyrir allt þeirra framlag í gegnum tíðina og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni!
Í kjölfar uppsagnar þeirra leitaði stjórn sunddeildar Breiðabliks til stjórnar SSÍ, en þess ber að geta að sundfólkið okkar er á miðju tímabili og tiltölulega stutt í ÍM50. Með hagsmuni sundfólksins okkar að leiðarljósi þá hefur stjórn SSÍ samþykkt að Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála og afreksstjóri SSÍ verði sunddeild Breiðabliks til halds og traust fram að ÍM 50 og á það einkum við um A hóp félagsins.  Við höfum þegar fundið þjálfara, Peter Garajszki, sem er tilbúinn til að stíga inn í þjálfun hjá félaginu og mun Eyleifur aðstoða hann við að komast inn í starfið og erum við þeim báðum virkilega þakklát fyrir. Þeir hafa nú þegar hafið þjálfun A-hóps og kynnt skipulag og áherslur æfinga fram að ÍM.

Stjórnin mun halda stefnumótunardag núna í byrjun mars þar sem farið verður yfir allt heildarskipulagið þ.e. frá námskeiðum og upp í gegnum alla hópa.

Í ljósi þess hve fljótt þessi staða kom upp, þá var óneitanlega mörgum brugðið. Hins vegar er óhætt að segja að strax á fyrstu dögunum hafi þeim Leifa og Peter tekist vel til við að skipuleggja framhaldið og styðja við iðkendurna. Við sundfjölskyldan höldum því áfram að horfa björtum augum á framtíðina 😊

Bestu kveðjur, Stjórnin 💚