Stjórn knattspyrnudeildar boðar til aðalfundar fimmtudaginn 7. mars 2024.
Fundurinn verður haldinn á 2.hæð (miðhæð) í stúkunni á Kópavogsvelli og hefst kl. 17:30.

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og ritara

2. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar

3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar

4. Kosning formanns

5. Kosning stjórnarmanna

6. Umræður um málefni deildarinnar og önnur mál

Allir félagsmenn knattspyrnudeildar, 18 ára og eldri eru kjörgengir og geta boðið sig fram til setu í stjórn eða ráðum.

Skriflegu framboði skal skila til framkvæmdastjóra félagsins að lágmarki viku fyrir boðaðan aðalfund eða í síðasta lagi klukkan 17:30 fimmtudaginn 29. febrúar 2024.

Að öðru leyti vísast í lög félagsins sem finna má á heimasíðu Breiðabliks, breidablik.is

Í kjölfar aðalfundar verður skipað í þau ráð sem heyra undir stjórn Knattspyrnudeildar þ.e. Meistaraflokksráð Karla og Kvenna auk Barna- og unglingaráðs.
Við hvetjum áhugasama að hafa samband við Ísleif Gissurarson, deildarstjóra Barna- og unglingasviðs, á netfangið isleifur@breidablik.is og Karl Daníel Magnússon, deildarstjóra Afreksstarfs, á netfangið kalli@breidablik.is ef áhugi vaknar að taka þátt í skemmtilegu og gefandi starfi innan félagsins.

Hér er hægt að nálgast ársreikning knattspyrnudeildar fyrir árið 2023

Ársreikningur Knattspyrnudeildar 2023 – Final