Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks fór fram í dag 7. mars.

Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf og var m.a. kosið í nýja stjórn.

Þrír stjórnarmeðlimir létu af störfum á fundinum.
Þau Halldór Arnarsson gjaldkeri, Hekla Pálmadóttir fráfarandi formaður mfl. ráðs kvenna og Jóhann Þór Jónsson fráfarandi formaður barna- og unglingaráðs ætla að láta gott heita í bili og er þeim þakkað kærlega fyrir þeirra framlag til félagsins undanfarin ár.

Flosi Eiríksson var endurkjörinn formaður knattspyrnudeildar.
Í stjórn voru kosin eftirtalin og skiptu þau svo með sér verkum:
– Birna Hlín Káradóttir, varaformaður
– Erna Björk Sigurðardóttir, gjaldkeri
– Margrét Grétarsdóttir, ritari
– Bjarni Bergsson formaður mfl. ráðs karla
– Ragna Björg Einarsdóttir, formaður mfl. ráðs kvenna
– Hlynur Höskuldsson, formaður barna- og unglingaráðs

Á fundinum var lögð fram skýrsla stjórna sem finna má hér. Ársskýrsla knattspyrnudeildar 2023.
Einnig var ársreikningur samþykktur.

Fundarmenn voru ánægðir með góðan og öruggan rekstur og geta ekki beðið eftir sumrinu.