Nýkjörin stjórn knattspyrnudeildar átti sinn fyrsta reglulega fund mánudaginn 11. mars.
Á fundinum báru hæst fjölbreytt verkefni fyrir sumarið en strákarnir eiga sinn fyrsta heimaleik í Bestu deildinni 8. apríl og stelpurnar 22. apríl en einnig var farið yfir ýmis önnur skemmtileg viðfangsefni sem eru á borði stjórnarinnar. Að loknum fundi var tekin mynd í blíðunni á Kópavogsvelli.
Frá vinstri, Flosi Eiríksson, formaður, Margrét Grétarsdóttir, ritari, Ragna Björg Einarsdóttir, formaður meistaraflokksráðs kvenna, Birna Hlín Káradóttir, varaformaður, Erna Björk Sigurðardóttir, gjaldkeri og Hlynur Höskuldsson, formaður barna- og unglingaráðs.
Á myndina vantar Bjarna Bergsson, formann meistaraflokksráðs karla.
,,Það heyrist stundum í umræðunni að konur þurfi að vera duglegri að segja ,,já!” – kannski snýst það meira um að þær séu spurðar eða starfsumhverfið sé skemmtilegt og hvetjandi fyrir alla”, segir Flosi formaður og kveðst spenntur fyrir sumrinu.