Meistaramót Íslands í frjálsum var haldið í 98. sinn helgina 28.-30. júní og fór keppnin fram á Akureyri þetta árið. MÍ er stærsta mót ársins innanlands og þar kemur margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki saman og keppir um Íslandsmeistaratitla félagsliða og í einstaklingsgreinum fullorðinna.

Breiðablik átti 10 keppendur á mótinu og að keppni lokinni stóð okkar fólk uppi með fimm Íslandsmeistaratitla, fjögur silfur og fjögur brons sem skilaði okkur 3. sæti í stigakeppni félagsliða á eftir FH og ÍR. Arnar Pétursson vann til gullverðlauna í 5000 m hlaupi og 3000 m hindrunarhlaupi, Bjarki Rúnar Kristinsson vann gullið í þrístökki, Elísabet Ósk Jónsdóttir sigraði í 400 m grindarhlaupi og Júlía Kristín Jóhannesdóttir 100 m grindarhlaup. Blikahjartað heldur áfram að stækka og við óskum fólkinu okkar innilega til hamingju með árangur helgarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá skiptingu verðlauna hjá Blikum eftir stafrófsröð:

 • Arnar Pétursson – 5000 m hlaup karla – gull – 16:01,07
 • Arnar Pétursson – 3000 m hindrunarhlaup karla – gull – 9:58,12
 • Birna Kristín Jóhannesdóttir – langstökk kvenna – silfur – 6,31
 • Bjarki Rúnar Kristinsson – þrístökk karla – gull – 14,43
 • Elísabet Ósk Jónsdóttir – 400 m (76,2 cm) grind – kvenna – gull – 1:09,91
 • Guðjón Dunbar Diaquoi – langstökk karla – silfur – 6,77
 • Jón Bjarni Bragason – sleggjukast (7,26 kg) karla – brons – 43,52
 • Júlía Kristín Jóhannesdóttir – 100 m grind (84 cm) kvenna – gull – 14,35
 • Júlía Kristín Jóhannesdóttir – 100 m hlaup kvenna – brons – 12,22
 • Stefán Kári Smárason – 1500 m hlaup karla – brons – 4:17,69
 • Stefán Kári Smárason – 5000 m hlaup karla – brons – 16:17,40
 • Þorleifur Einar Leifsson – 110 m grind (106,7 cm) karla – silfur – 15,77
 • Ægir Örn Kristjánsson – hástökk karla – silfur – 1,78