KSÍ býður á landsleikinn 12. júlí! 🤝🇮🇸
Keppendum, þjálfurum og liðsstjórum á Símamótinu 2024 er boðið á landsleik Íslands og Þýskalands föstudaginn 12. júlí klukkan 16:15! 🥳
Allir boðsgestir fá sæti í “gömlu stúkunni” austan megin vallarins – foreldrar/forráðamenn sem kaupa miða með hefðbundnum hætti fá hins vegar sæti í “nýju stúkunni” vestan megin. 🙋‍♂️🙋‍♀️
ATH: ❗️❗️📣📣
Landsleikurinn er spilaður óvenju snemma að degi til og því liggur fyrir að einhverjir keppendur verða enn að spila þegar flautað er til leiks. Mótanefnd Símamótsins kappkostar að lágmarka þann fjölda, en þó er útséð að ekki náist að færa alla leiki til. 📣📣
Hlökkum til að sjá ykkur í næstu viku – þetta er að bresta á! ⚽😍