Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram á Selfossi dagana 22.-23. júní og sigruðu heimamenn í HSK/Selfoss stigakeppni félagsliða. Breiðablik átti 19 keppendur á mótinu og var mikið um persónulegar bætingar hjá okkar fólki en alls unnu Blikarnir til 19 verðlauna og þar af voru 9 gullverðlaun. Guðjón Dunbar Diaquoi sér lítið fyrir og setti mótsmet í langstökki pilta 18-19 ára þegar hann stökk 6,78 m í góðri stökkseríu. Við óskum öllu okkar fólki til hamingju með frábæran árangur og bætingar og þökkum þeim fyrir að vera fyrirmyndir í einu og öllu, innan vallar sem utan.
Hér fyrir neðan má sjá skiptingu verðlauna hjá Blikum eftir stafrófsröð.
- Elísabet Ósk Jónsdóttir – 400 m grind stúlkna 20-22 ára – gull – 1:10,07
- Eyrún Arna Höskuldsdóttir – stangarstökk stúlkna 15 ára – silfur – 1,90
- Guðjón Dunbar Diaquoi – langstökk pilta 18-19 ára – gull – 6,78
- Katla Margrét Jónsdóttir – kúluvarp stúlkna 16-17 ára – 11,50
- Kristján Óli Gustavsson – stangarstökk pilta 15 ára – silfur – 2,70
- Patrekur Ómar Haraldsson – 800 m hlaup pilta 15 ára – gull – 2:11,54
- Patrekur Ómar Haraldsson – 2000 m hlaup pilta 15 ára – silfur – 6:24,52
- Samúel Örn Sigurvinsson – 80 m hlaup pilta 15 ára – gull – 9,49
- Samúel Örn Sigurvinsson – kúluvarp pilta 15 ára – silfur – 12,82
- Samúel Örn Sigurvinsson – langstökk pilta 15 ára – brons – 5,61
- Samúel Örn Sigurvinsson – kringlukast pilta 15 ára – brons – 32,58
- Sigmar Appleton Rist – sleggjukast pilta 15 ára – gull – 25,51
- Snæfríður Eloise Rist Aubergy – hástökk stúlkna 16-17 ára – 1,37
- Sóley Sigursteinsdóttir – sleggjukast stúlkna 15 ára – silfur -34,05
- Stefán Kári Smárason – 1500 m hlaup pilta 20-22 ára – gull – 4:32;03
- Stefán Kári Smárason – 3000 m hlaup pilta 20-22 ára – gull – 9:51,09
- Sveit Breiðabliks – 4×100 m boðhlaup pilta 15 ára – silfur – 49,34
- Sveit Breiðabliks – 4×100 m boðhlaup stúlkna 16-17 ára – brons – 58,32
- Þorbjörg Gróa Eggertsdóttir – 800 m hlaup stúlkna 15 ára – gull – 3:02;35