Yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks, Hákon Sverrisson, mun á haustmánuðum minnka við sig í starfi fyrir knattspyrnudeild Breiðabliks og hefja störf við kennslu í Menntaskólanum í Kópavogi.

Hákon hefur starfað sem þjálfari hjá Breiðablik síðan 1996 og sem yfirþjálfari Breiðabliks frá 2016. Hann mun áfram vinna að faglegu starfi innan yngri flokka félagsins.

Félagið óskar Hákoni farsældar í kennslunni en um leið er mikil ánægja með að hann muni starfa áfram með okkur.