Núna á sunnudaginn hefjast fótboltaæfingar hjá Breiðablik fyrir börn með stuðningsþarfir.
Æft verður klukkan 10-11 alla sunnudaga í Fífunni á fjærhelmingi vallarins.
Öllum er velkomið að mæta og prófa – aðalmarkmiðið á þessum æfingum verður ávallt að hafa gaman og njóta sín.
Endilega látið orðið berast til allra sem gætu haft áhuga.
Nánari upplýsingar veitir arnordadi@breidablik.is og við mælum með að allir láti áður en mætt er í sinn fyrsta tíma svo að hægt sé að taka sem best á móti nýliðum.