Nú er komið að því að boltinn fari aftur að rúlla. Það er ljóst að miklar takmarkanir verða á áhorfendafjölda á fyrstu leikjum sumarsins og ljóst að færri komast að en vilja. Það að hafa aðeins tvö sóttvarnarhólf með samtals 200 áhorfendum á Kópavogsvelli dugar skammt fyrir okkar stóra og trausta hóp stuðningsfólks.
Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur ákveðið að þeim miðum sem eru í boði á fyrstu leiki meistaraflokka karla og kvenna verði úthlutað á eftirfarandi hátt og fara því engir miðar í almenna sölu:
- Blikaklúbbsmeðlimir og Kópacabana fá í kringum 70% af miðum sem er í boði.
(Nánari útfærsla verður send á klúbbmeðlimi á morgun, miðvikudaginn 28. apríl) - Aðalstyrktaraðilar knattspyrnudeildar í kringum 25%
- Gestaliðið skv. samkomulagi ÍTF milli félaganna í efstu deild 5%
Okkur þykir miður að öllu okkar frábæra stuðningsfólki standi það ekki til boða að mæta á völlinn en þetta er staðan í þjóðfélaginu í dag.
Með baráttu- og blikakveðjum
Knattspyrnudeild Breiðabliks