Ingvar Ómarsson keppti í vikunni á Evrópumeistaramótinu í götuhjólreiðum í Munchen og náði ótrúlegum árangri. Götuhjólakeppnin (210km) fór fram á sunnudaginn og til útskýringa fyrir þau sem ekki þekkja til að þá eru keppendur teknir út úr keppninni ef þeir missa af fremsta hópi og fá því ekki að klára. Stundum eru innan við 25% keppenda sem fá að klára keppni. Til samaburðar þá eru mjög rúmleg tímamörk sem fólk hefur t.d. til að klára maraþonhlaup og enginn tekinn úr keppni þó viðkomandi sé kominn ákveðið langt á eftir þeim sem leiðir hlaupið. En til að gera langa sögu stutta þá náði Ingvar að klára keppnina og var einungis um 3,5 mínútum á eftir sigurvegararanum og það þrátt fyrir að hafa sprengt dekk í keppninni. Ingvar keppti svo í gær í tímatökuhlutanum á sama móti og varð í sæti númer 30. Hér fyrir neðan er frásögn Ingvar frá götuhjólakeppninni.