Æfingahelgi Framtíðarhóp Sundsamband Íslands fór fram á dögunum.
Þar átti Breiðablik næstflesta fulltrúa á landsvísu eða átta fulltrúa sem er jafnframt félagsmet.
Framtíðarhópurinn er fyrsta stigið í landsliðinu í sundi og tekur hópunum þátt í ýmsum æfingarbúðum og mótum yfir tímabilið.
Til þess að öðlast þátttökurétt þarf einstaklingur að ná lágmörkum eða vera ofarlega í sínum árgangi í ákveðnum greinum.
Þrír af átta fulltrúum Breiðabliks voru að taka þátt í fyrsta skipti en það voru þau Guðrún Ísold Harðardóttir, Þorgerður Freyja Helgadóttir og Bjarni Blær Pétursson. Hinir fimm fulltrúar félagsins sem hafa áður tekið þátt voru Ásdís Steindórsdóttir, Margrét Anna Lapas, Sólveig Freyja Hákonardóttir, Þórey Margrét Magnúsdóttir og Ragnar Halldórsson
Samkeppnin um að komast í þennan hóp er mikil og því er umræddur árangur virkilega glæsilegur.
Breiðablik óskar öllum þátttakendum innilega til hamingju.