Á sunnudaginn, 12. febrúar, verða liðin 73 ár frá stofnun Breiðabliks.

Af því tilefni verður boðið upp á afmælistertu, mjólk og kaffi í Smáranum fyrir gesti og gangandi.

Æfingahópur eldri borgara sem æfir hjá Jóni Sævari mun framreiða veitingarnar af stakri snilld eins og þeim einum er lagið.

Hvað er betra en að kíkja í Smárann, fá sér köku og fara yfir íþróttamálin í góðum félagsskap?

Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn.

Til hamingju Breiðablik og allir Blikar!