Þann 15. nóvember sl. fór fram vinnufundur knattspyrnuþjálfara hjá Breiðabliki en slíkir fundir eru haldnir 3-4 sinnum á ári.
Í þetta skiptið var fjölbreytt dagskrá þar sem nýjir þjálfarar meistaraflokksliðanna, Halldór Árnason og Nik Chamberlain byrjuðu á að kynna sínar áherslur og leikfræði fyrir þjálfurum yngri flokkanna. Halldór fór m.a. yfir hvernig þeir hafa verið að greina leikina í Sambandsdeildinni fram að þessu og Nik sagði frá því hvernig hann hefði hingað til nálgast leiki gegn Breiðablik (í starfi sínu sem þjálfari Þróttar R.) og hvernig þyrfti að nálgast þjálfun kvennaliðs m.a. í tengslum við tíðarhringi kvenna o.s.fr.
Aðal gestur kvöldisins var hins vegar Óli Stefán Flóventsson en hann kom alla leið frá Höfn í Hornafirði þar sem hann býr og starfar. Óli Stefán var með afar áhugavert erindi um þær áskoranir sem fámennt félag á borð við Sindra á Höfn stendur frammi fyrir í sínu starfi. Áherslur þjálfunar í slíku starfi taka ekki bara mið af knattspyrnuþjálfun og árangri heldur einnig almennt að rækta upp manneskjur sem bera virðingu fyrir sér, öðru fólki og umhverfi sínu.
Þó að Breiðablik og Sindri séu að flestu leiti mjög ólík félög þá er samt margt sem á erindi á báðum stöðum og er mikilvægt að rækta.
Fundurinn sóttist vel og voru þjálfarar áhugasamir enda spennandi vetur framundan!