Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 24-25 janúar.
Blikar unnu frækinn sigur og sýndu hve sterkir þeir eru með sigri í karlaflokki með 11800,5 stig á samanlögðum stigafjölda. Á mótinu unnu Blikar fjögur gullverðlaun tvö silfur og fjögur brons.
Bjarki Rúnar Kristinsson sigraði í þrístökki karla og setti nýtt persónulegt met er hann stökk 14,09 m. sem sýnir að hann á nóg inni í næstu mótum. Ingi Rúnar Kristinsson stökk 6,89 m. í langstökki. Kristján Viktor Kristinsson kastaði 15,77 m. í kúluvarpi með bætingu um 10 cm og Irma Gunnarsdóttir átti glæsilegan endasprett þegar hún hljóp 60 metra grind á 8,92 sekúndum. Irma Gunnarsdóttir hafnaði í öðru sæti í langstökki er hún stökk 5,82 m. eftir harða keppni við Hafdís Sigurðardóttir UFA.
Sveit Breiðabliks í 4×200 metra boðhlaup karla náði silfri með tímann 1 mín 32 sek. eftir frábært hlaup þar sem skildi vel á milli andstæðinganna og Blika. Sveit Breiðabliks í 4×200 metra boðhlaup kvenna náði bronsi á tímanum 1 mín. 43 sek.
Ari Sigþór Eiríksson endaði í þriðja sæti og átti persónulega bætingu í langstökki upp á 6,72 m. Ingi Rúnar Kristinsson hafnaði í þriðja sæti með stökk upp á 4,42 m. í stangarstökki og Irma Gunnarsdóttir hafnaði einnig í þriðja sæti með kast upp á 12,72 m. í kúluvarpi.
Heildartigakeppnin lauk þannig að FH sigraði með samtals 32.427 stig, ÍR-ingar höfnuðu í 2. sæti með 30.498 stig og Breiðablik í því þriðja með 21.147 stig.