Það er nóg að gerast hjá okkur framundan, hér er það helsta.
1.Páskar
Við munum æfa út þessa viku og fara í frí frá og með fimmtudeginum 29.mars. Við verðum í páskafrí fram að laugardeginum 7.apríl þar sem allir þjálfarar hjá okkur verða á æfingabúðum strax eftir páska. Æfingar verða skv.stundarskrá á laugardeginum 7.apríl.
2.Æfingabúðir
Við fáum Richard Amos Sensei í heimsókn til okkar 3-5.apríl og eru þær æfingabúðir fyrir alla 12 ára og eldri. Allir okkar þjálfara verða á æfingabúðinum og því ekki aðrar æfingar á þeim dögum. Við hvetjum alla til að koma á þessar æfingarbúðir sem haldnar eru í Þórshamri og í Breiðablik.
Sjá nánar: https://www.facebook.com/events/748486968675350/
3april – Þórshamar
18:00-19:00 = 9 kyu – 4 kyu
19:00-20:00 = 3 kyu+
20:00-21:15 = 1 dan+
4april
12:00-13:00 = 3 kyu+, Þórshamar
————–
18:00-19:00 = 9 kyu – 4 kyu, Breiðablik
19:00-20:30 = 3 kyu+, Breiðablik
5april – Þórshamar
12:00-13:00 = 3 kyu+
—————
18:00-19:00 = 9 kyu +
19:00 = Gráðun
Fullorðnir 9-4 kyu = Allar æfingar 3500 kr, stök æfing 2000 kr.
Fullorðnir 3-1 kyu = Allar æfingar 5000 kr, stök æfing 2000 kr.
Fullorðnir 1 dan+ = Allar æfingar 5500 kr, stök æfing 2000 kr,
3.Aðalfundur karatedeildar
Aðalfundur deildarinnar verður haldinn þriðjudaginn 10.apríl kl.20:15 í veitingasal Smárans. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á málefnum deildarinnar til að koma og taka þátt í fundunum. Einnig vantar okkur amk 1-2 nýja aðila í stjórn og viljum við biðja áhugasama að hafa samband við formann deildarinnar (Helga).
Sjá nánar: https://breidablik.is/2018/03/07/adalfundur-karatedeildar-breidabliks-10-april/