Það er nóg að gerast hjá okkur framundan, hér er það helsta.

1.Páskar
Við munum æfa út þessa viku og fara í frí frá og með fimmtudeginum 29.mars. Við verðum í páskafrí fram að laugardeginum 7.apríl þar sem allir þjálfarar hjá okkur verða á æfingabúðum strax eftir páska. Æfingar verða skv.stundarskrá á laugardeginum 7.apríl. 

2.Æfingabúðir
Við fáum Richard Amos Sensei í heimsókn til okkar 3-5.apríl og eru þær æfingabúðir fyrir alla 12 ára og eldri. Allir okkar þjálfara verða á æfingabúðinum og því ekki aðrar æfingar á þeim dögum. Við hvetjum alla til að koma á þessar æfingarbúðir sem haldnar eru í Þórshamri og í Breiðablik.

Sjá nánar: https://www.facebook.com/events/748486968675350/

3april – Þórshamar
18:00-19:00 = 9 kyu – 4 kyu
19:00-20:00 = 3 kyu+
20:00-21:15 = 1 dan+

4april
12:00-13:00 = 3 kyu+, Þórshamar
————–
18:00-19:00 = 9 kyu – 4 kyu, Breiðablik
19:00-20:30 = 3 kyu+, Breiðablik

5april – Þórshamar
12:00-13:00 = 3 kyu+
—————
18:00-19:00 = 9 kyu +
19:00 = Gráðun

Fullorðnir 9-4 kyu = Allar æfingar 3500 kr, stök æfing 2000 kr.
Fullorðnir 3-1 kyu = Allar æfingar 5000 kr, stök æfing 2000 kr.
Fullorðnir 1 dan+ = Allar æfingar 5500 kr, stök æfing 2000 kr,

3.Aðalfundur karatedeildar
Aðalfundur deildarinnar verður haldinn þriðjudaginn 10.apríl kl.20:15 í veitingasal Smárans. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á málefnum deildarinnar til að koma og taka þátt í fundunum. Einnig vantar okkur amk 1-2 nýja aðila í stjórn og viljum við biðja áhugasama að hafa samband við formann deildarinnar (Helga).

Sjá nánar: https://breidablik.is/2018/03/07/adalfundur-karatedeildar-breidabliks-10-april/

4.Íslandsmeistaramót barna og unglinga í kata
Íslandsmeistarameistaramótin barna og unglinga í kata verða haldin 14-15.apríl næstkomandi. Við höfum í gengum árin sent flottan hóp keppenda á mótið og vonumst einnig til þess að þessu sinni. Við verðum aftur á móti að fá staðfesta skráningar á þátttakendum í gegnum þetta google skjal: https://goo.gl/forms/RWDNNjruEfYUhdTz2
Ástæðan er sú, að við greiðum öll keppnisgjöld fyrir okkar keppendur og viljum hafa staðfesta mætingu.  Einnig að við munum reyna eins og við getum, að setja sem flesta keppendur saman  í hópkatalið og þurfum því að fá staðfestingu frá forráðamönnum á að viðkomandi keppir.
    a) Barnamótið verður haldið laugardaginn 14.apríl kl.11-16. Keppendur fædd 2007 og síðar (þurfa að hafa æft amk 1 ár).
    b) Unglingamótið verður haldið sunnudaginn 15.apríl kl.10-15. Keppendur fædd 2001-2006 (þurfa að hafa æft amk 1 ár).
Við munum hafa aukaæfingar fyrir mótið, en auglýsum þær seinna.