Sunddeild Breiðabliks býður í sumar uppá sundnámskeið í júní og júlí.

Líkt og áður sjá reyndir og traustir kennarar um kennsluna, ásamt aðstoðarfólki frá vinnuskólanum.  Aðstoðarfólkið fylgir börnunum í gegnum búnings- og baðklefa.  Fyrsta sundnámskeiðið hefst 11. júní og því síðasta 20. júlí. Tekið skal fram að um er að ræða tveggja vikna námskeið allt frá 8-10 daga og er ekki veitur nein afsláttur af námskeiðsgjaldi get börn ekki mætt í alla tímana .

 

Námskeið 1: 11. júní – 20. júní 8 dagar 10.000,-

Námskeið 2. 25. júní – 6. júlí 10 dagar.  12.500,-

Námskeið 3. 9. júlí – 20. júlí 10 dagar (eingöngu kennt í Salalaug) 12.500,-

 

Kennsla fer fram í innilaug Salalaug í Íþróttamiðstöðinni Versölum og í barnalauginni í innilaug Sundlaug Kópavogs á Kársnesi sem er svipaðar gerðar.  Til að gera kennsluna árangursríka er miðað við að aldrei séu fleiri en 10 börn í hverjum hóp.  Lengd hverrar kennslustundar er 45 mínútur (með tímanum sem tekur að fara ofaní) .

 

Yngri börn: fædd 2013 og 2012

Námskeið fyrir leiksskólabörn sem ekki hafa notið reglulegrar sundkennslu. Börnin eru markvisst búin undir kennslu sundtakanna og lögð áherslu á að auka sjálfstraust og vellíðan þeirra auk leikni og jafnvægis í lauginni.

 

Eldri börn: fædd 2011, 2010

Fyrir börn sem hafa sótt eitt eða fleiri námskeið í skólasundi. Aðaláhersla er lögð á kennslu sundtakanna og að koma börnunum á flot, auk þjálfunar þeirra sem lengra eru komin.

 

Börn fædd 2009 og 2008

Stuðningskennsla fyrir börn sem misst hafa úr skólasundi og dregist aftur úr sundgetu, miðað við jafnaldra sína.

 

Ábendingar til foreldra

Góður undirbúningur barnanna stuðlar að hámarks árangri og ánægju af námskeiðunum. Þar gegna foreldrar veigamiklu hlutverki. Við viljum því neda á eftirfarandi:  Æskilegt er að fara með barn í sund 2-3 sinnum fyrir námskeið til þess að kynna þeim aðstæður, áður en námskeið hefst. Kennið börnunum að þurrka sér með handklæði, það vefst fyrir mörgum þeirra að þurrka sér um hár, bak og fætur.

 

Tímar í boði Kópavogslaug og Salalaug

 

Tími Fæðinga ár aldur
08:00 – 08:45 2013, 2012 5 – 6 ára
08:00 – 09:30 2011, 2010 7 – 8 ára
09:30 – 10:15 2013, 2012 5 – 6 ára
10:15 – 11:00 2011, 2010 7 – 8 ára
11:00 – 11:45 2009, 2008 9 – 10 ára
12:30 – 13:15 2011, 2010 5 – 6 ára
13:15 – 14:00 2011, 2010 7 – 8 ára
14:00 – 14:45 2009, 2008 9 – 10 ára

 

Innritun fer fram í Nóruni til að komast inní Nóru kerfið er farið inná þessa slóð: https://breidablik.felog.is

Athugið að opnað verður fyrir skráningu í byrjun maí n.k.  Fyrirspurnir má senda á blikarsund@gmail.com