Happdrætti Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks fór af stað í lok apríl höfum við fengið góðar undirtektir frá iðkendum, foreldrum, aðstandendum og stuðningsmönnum.
Dregið verður úr seldum miðum hjá sýslumanni þann 31. maí.
Þessi fjáröflun er deildinni afar mikilvæg fyrir átökin næsta vetur og erum við mjög þakklát fyrir þann meðbyr sem við höfum fundið fyrir.
Iðkendur yngri flokka sem og meistaraflokka hafa staðið sig með prýði við miðasölu og unnið ógeigingjarnt starf í þágu félagsins.
Þann 25. maí er lokadagur til þess að skila af sér söluandvirði miða, sem og óseldum miðum. Miðum er hægt að skila á skrifstofu Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks í Smáranum, til þjálfara eða í afgreiðslu Smárans.
Vinningsmiðar verða birtir á heimasíðu félagsins að drætti loknum.