Nýverið var undirritaður samstarfssamningur Knattspyrnudeildar Breiðabliks við Kírópraktorstofu Íslands (KPÍ). Samstafið felur í sér að KPÍ mun þjónusta leikmenn Breiðabliks sem þurfa meðhöndlun kírópraktors. Þá mun KPÍ sinna greiningum á leikmönnum auk þess að vera með fræðslu fyrir alla iðkendur knattspyrnudeildarinnar.
Á Kírópraktorstofu Íslands starfa sex kírópraktorar sem hafa víðtæka reynslu og mikla sérþekkingu í meðhöndlun íþróttamanna.
Magni Bernhardsson eigandi KPÍ og Eysteinn Pétur Lárusson Framkvæmdastjóri Breiðabliks handsala samstarfið.