Hið árlega Beggja Handa Kastmót Breiðabliks sem er haldið á Kópavogsvelli olli ekki vonbrigðum. Aðstæður voru góðar fyrir kastmót og það var mikil samkeppni. . Það voru sett ekki meira né minna en ný 3 Íslandsmet og 3 aldursflokkamet á mótinu.
Fyrir þá sem þekkja ekki til mótsins þá virkar það þannig að keppendur kasta fyrst með hægri hönd og síðan vinstri og lengsta kast með hvorri hönd er lagt saman og heildartalan er niðurstaðan. Keppt er í beggja handa kúlu, kringlu og spjóti og það fást stig fyrir hverja grein. Sá sem er stigahæstur eftir 3 greinar er meistari í kastþraut.
Í kvennaflokki var það landsliðskonan Irma Gunnarsdóttir úr Breiðablik sem kom sterk aftur til leiks eftir að hafa misst af mótinu í fyrra vegna landsliðskeppni. Hún setti 3 Íslandsmet í kvennaflokki og bætti jafnframt metin í 20-22 ára flokknum í leiðinni. Í kúluvarpi bætti hún sitt eigið met frá 2016 úr 20.44m í 21.31m, í spjótinu kastaði hún samtals 58.84m og bætti einnig sitt eigið met sem var 56.21. Rúsínan í pylsuendanum var að ná íslandsmetinu í kastþrautinni þar sem hún bætti met Thelmu Lindar Kristjánsdóttur úr ÍR, sem var nýverið að setja íslandsmet í kringlukasti, þegar hún fékk 3290 stig og bætti gamla metið um 52 stig.
Í karlaflokki var það tugþrautarkappinn Benjamín Jóhann Johnsen úr ÍR sem bætti aldursflokka met Jóns Gunnars Björnssonar úr ÍR ,í flokki 20-22 ára, í spjótinu um 7.79m þegar hann kastaði samtals 79.42m. Síðan í flokki 18-19 ára setti Reynir Zoega úr Breiðablik aldursflokkamet í spjóti þegar hann kastaði samtals 65.82m og bætti þar með eigið met sem var 64.14m frá 2017. Reynir lét ekki eitt met nægja og bætti eigið met í kastþraut um 256 stig og fékk 2666 stig í heildina.
Íslandsmet Evrópumeistarans Gunnars Huseby í beggja handa kúluvarpi frá árinu 1951 stendur enn (16,62m + 12,51m =29,13m). Það er eitt elsta íslandsmet í frjálsum íþróttum á Íslandi í dag. Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason sló íslandsmet Gunnars, frá árinu 1950, í beggja handa kringlukasti árið 2016 með sínu síðasta kasti þegar kastaði samtals 83,04 og bætti met Gunnars um 29cm. Það verður spennandi að fylgjast með á næstu árum hvort að einhver nái að hirða síðasta íslandsmetið af Gunnar Huseby.
Önnur úrslit mótsins:
Kastþraut karla
1.sæti Jón Bjarni Bragason Breiðablik 3354 stig
2.sæti Ingi Rúnar Kristinsson Breiðablik 3223 stig
3.Árni Óli Ólafsson UMF Óðinn 2991 stig
Kastþraut Kvenna
1.sæti Irma Gunnarsdóttir Breiðablik 3290 stig
2.sæti Thelma Björk Einarsdóttir Breiðablik 2970 stig
3.sæti Katharina Ósk Emilsdóttir 2058 stig
Tengill á öll úrslit mótsins.
http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=M-00000377