Bakvörðurinn ungi og efnilegi Davíð Ingvarsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Breiðabliks út tímabilið 2021.
Davíð sem er tvítugur hefur leikið 22 mótsleiki fyrir Blikaliðið. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Blikum árið 2017. Í fyrra lék hann hluta tímabilsins á láni með Haukum í Inkasso-deildinni. Davíð á að baki 3 landsleiki með U-19 ára landsliði Íslands.
Í ár hefur Davíð smám saman fest sig í sessi í vinsti bakvarðarstöðunni. Þar hefur hann óngað með þeim mikla hraða og gæðum sem hann býr yfir og vaxið með hverjum leiknum.
Þessi samningur er mikið fagðarerindi fyrir Blika. Við hlökkum til að fylgjast með þessum öfluga leikmanni halda áfram að vaxa á komandi misserum. Til hamingju Blikar og til hamingju Davíð