Hin árlega áramótabrenna Kópavogs verður í ár haldin á efra bílastæði sunnan við Fífuna.
Kveikt verður í brenunni klukkan 20:30 og hefst flugeldasýning Hjálparsveit skáta í Kópavogi klukkan 21:30.
Ásgeir Páll sér um að halda uppi fjörinu með söng og hljóðfæraleik.
Nú sem fyrr er í gangi samstarf með Breiðabliki og HSSK þar sem Breiðablik selur Flugeldaávísanir og þannig getur fólk stutt við gott starf Hjálparsveitar skáta og íþróttastarfið hjá Breiðablik. Hægt er að kaupa flugeldaávísanir í afgreiðslu Smárans.
Hægt er að fá bílastæði við Kópavogsvöll, Smárann, Smáraskóla, Sporthúsinu, Smáralind og víðar.
Aftur viljum við minna á nýja staðsetningu áramótabrennunar, á efra bílastæði sunnan við Fífuna.
Ef fólk vill hjálpa til við uppsetningu og framkvæmd tökum við vel á móti öllum sjálfboðaliðum. Hægt er að senda á breidablik@breidablik.is til að gerast sjálfboðaliði.