Sigmar Ingi Sigurðarson markaðs- og viðburðarstjóri Breiðabliks mun láta af störfum hjá félaginu núna um áramótin.
Sigmari Inga eru þökkuð góð störf fyrir félagið en hann mun áfram sinna þjálfun hjá knattspyrnudeild félagsins.

Sigmar Ingi hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri hjá UMSK og mun hann hefja störf þar strax á nýju ári.
Þar mun hann vinna að skipulagningu íþróttaveislunnar í Kópavogi sem haldinn verður 26. – 28. júní 2020 í samvinnu við Breiðablik, Gerplu og HK.