Hækkað viðbúnaðarstig vegna Covid-19
Sjá ítarlega aðgerðaráætlun með því að smella á slóðina hér að neðan. Helstu atriði hafa verið dregin saman í textanum hér að neðan.
Framkvæmd Símamótsins 2020 _ Aðgerðaráætlun Breiðabliks_júlí
Mótsstjórn Símamótsins hefur farið yfir alla ferla og hækkað viðbúnaðarstig mótsins vegna þeirra smita sem hafa komið upp í samfélaginu að undanförnu. Grundvallar markmið Símamótsins er að gera þetta að sem bestri upplifun fyrir stelpurnar og þær geti spilað sína leiki áhyggjulaust.
Eftirfarandi atriði tengjast auknum viðbúnaði en í raun má segja að verið sé að spila á 3 minni útgáfum af Símamótinu með þessu skipulagi:
- 5. flokkur verður alfarið í Fagralundi og gista aðkomulið í MK.
- Mötuneyti í Smáranum verður stækkað, matartímar verða lengdir og hópum dreift yfir lengri tíma.
- Mótssvæði í Smáranum verður skipt með girðingu sem nær á milli Fífunnar og Kópavogsvallar til að skilja alveg að 6. og 7. flokks vellina.
- Aðgengi að mótssvæði 7. flokks verður í gegnum inngang við Sporthúsið og verður merkt sérstaklega. Bílastæði við Smárahvammsvöll og fyrir framan Sporthúsið. Salerni og veitingasala verður í stúkunni.
- Aðgengi að mótssvæði 6. flokks verður frá malarstæðum sunnan við Fífuna og fyrir framan Smárann. Vakt verður við girðingu og einungis þeim hleypt inn sem eiga erindi á 6. flokks svæðið. Veitingasala verður í tjöldum við vellina en salerni verða í Smáranum og við bílastæði sunnan við Fífuna.
- Foreldrar sem koma á opnunarhátíð skipta sér í 3 aðskilin hólf. 5. flokks foreldrar í gömlu stúkuna en 6. og 7. flokks foreldrar í sitthvorn helming af nýju stúku. Aðgengi að stúkunum verður aðskilið.
- Liðin keppa í ákveðnum hollum þannig að þau spila annað hvort flesta leiki fyrir hádegi eða eftir hádegi og foreldrar fylgi þá sínu liði af svæðinu á meðan það er ekki að keppa.
- Sprittstandar og sótthreinsibúnaður verður víða um svæðin auk þess sem salerni verða þrifin oft yfir daginn.
- Foreldrar eru hvattir til að fylgja leiðbeiningum Almannavarna um sóttvarnir og fjarlægð við næsta mann og dvelja ekki lengur en þarf á svæðinu.
- Hugsum um hagsmuni heildarinnar og ánægju barnanna enda er mótið fyrir þau. Takmörkum fjölda fullorðinna sem fylgja börnunum og lofum þeim að njóta Símamótsins.