Entries by

Kristún og Alexander eru Íslandsmeistarar í bekkpressu

Íslandsmeistaramótin í klassískri bekkpressu og bekkpressu með útbúnaði voru haldin á heimavelli í Digranesi sl. sunnudag. Skráðir keppendur voru hátt í 80 og þó nokkur Íslandsmet slegin. Heimamennirnir Kristrún Ingunn S. Sveinsdóttir og Alexander Örn Kárason tóku heim stigaverðlaun í opnum flokkum kvenna og karla í klassíkinni ásamt Íslandsmeistaratitlum í sínum þyngdarflokkum. Heildarúrslit er að […]

Átta Blikar keppa á RIG 27. janúar

Átta Blikar keppa á frjálsíþróttamóti RIG 27. janúar Frjálsíþróttahluti Reykjavíkurleikanna, RIG, fer fram í Laugardalshöllinni mánudagskvöldið 27. janúar og er einstaklega gaman að segja frá því að átta Blikar hafa unnið sér inn þátttökurétt á mótinu. Þetta eru þau: Birna Kristín Kristjánsdóttir 60m og langstökk Þorleifur Einar Leifsson 60m og langstökk Ester Mía Árnadóttir 60m […]

Jólahappdrættið 2024/25 – niðurstöður

Þá er loksins komið að því sem allir hafa beðið eftir! Niðurstöðurnar úr Jólahappdrætti félagsins eru komnar í hús en dregið var hjá Sýslumanni í dag eins og vaninn okkar er. Hægt er að vitja vinninga milli klukkan 11 og 13 alla virka daga á skrifstofu Breiðabliks til 17.mars. Við mælum samt með að senda […]

Höskuldur er Íþróttakarl Kópavogs 2024

Íþróttahátíð Kópavogs fór fram í gær, miðvikudaginn 8.janúar, í Salnum. Það er skemmst frá því að segja að Höskuldur var kjörinn Íþróttakarl Kópavogs en þar gildir íbúakosning 40% á móti 60% af atkvæðum frá íþróttaráði bæjarins. Eins og undanfarin ár þá komu 10 manns til greina í kjörinu og er Breiðablik virkilega stolt af því […]

Birna og Þorleifur eru frjálsíþróttafólk Breiðabliks 2024

Birna Kristín Kristjánsdóttir og Þorleifur Einar Leifsson eru frjálsíþróttafólk Breiðabliks 2024. Uppskeruhátíð Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks fór fram þann 3. janúar og við það tilefni var frjálsíþróttafólk ársins heiðrað sérstaklega. Birna Kristín Kristjánsdóttir er frjálsíþróttakona ársins og Þorleifur Einar er frjálsíþróttamaður ársins og óskum við þeim innilega til hamingju með verðskuldaða titla. Birna var valin í nokkur […]

Uppskeruhátíð frjálsíþróttadeildar

Uppskeruhátíð frjálsíþróttadeildar Breiðabliks fyrir árið 2024 fór fram 3. janúar og þar komu iðkendur, foreldrar, þjálfarar og vinir deildarinnar saman til að fagna frábærum árangri á árinu og eiga góða og gleðilega stund saman. Árið var gott hjá frjálsíþróttafólki Breiðabliks og óhætt að segja að framtíðin sé björt. Góðan árangur Breiðabliks í frjálsum íþróttum má […]

Opnun Smárans og Fífunnar yfir hátíðarnar

Laugardagur        21. desember                 8.30-19.00 Sunnudagur        22. desember                 8.30-20.00 Mánudagur          23. desember                 Lokað Þriðjudagur          24. desember                 Lokað Miðvikudagur     25.  desember                Lokað Fimmtudagur     26. desember                 Lokað Föstudagur          27. desember                 8.00-20.00 Laugardagur        28. desember                 8.30-19.00 Sunnudagur        29. desember                 10.00-17.00 Mánudagur          30. desember                 10.00-19.00 Þriðjudagur          31. desember                 Lokað Miðvikudagur      1. janúar                           Lokað   Skrifstofa félagsins verður lokuð […]

Blikar verðlaunaðir á uppskeruhátíð FRÍ

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasamband Íslands fór fram í Laugardalshöllinni í byrjun desember og óhætt að segja að mikil gleði hafi verið meðal frjálsíþróttafólksins sem mætti og stemningin í salnum einstaklega góð. Fjöldi viðurkenninga var veittur til okkar besta og efnilegasta íþróttafólks og að þessu sinni voru fjórir Blikar verðlaunaðir afrek á árinu. Júlía Kristín Jóhannesdóttir fékk verðlaun […]

Þjálfarakvöld Breiðabliks haldið í fyrsta sinn

Þjálfarakvöld Breiðabliks var haldið í fyrsta sinn í gær, mánudaginn 18.nóvember. Reyndustu þjálfarar gærkvöldsins voru allavega á því að aldrei áður hefði verið haldinn sameiginlegur viðburður fyrir þjálfara í öllum deildum félagsins. Kvöldið hófst á fyrirlestri frá Önnu Steinsen í Kvan um jákvæð samskipti. Svo var komið að Soffíu Ámundar, einnig frá Kvan, að fjalla […]