Entries by

Vetrarstarfið fer á fullt

Þessa dagana er verið að fínpússa vetrarstarf félagsins. Einhverjar deildir eru nú þegar farnar af stað en flestar fara af stað í næsta mánuði. Smellið hér til að sjá stöðuna í hverri deild. Athugið líka að starfið kann að raskast í september sökum mikilla framkvæmda á svæðinu og stórra viðburða. Fífan verður t.a.m. lokuð 4.-23.september […]

Iðkendur knattspyrnudeildar athugið!

Ný vetrartafla (sjá heimasíðu félagsins) tekur gildi í september en upphafið verður flókið. 8., 7. og 6.fl – Vetrartaflan þeirra tekur gildi 2.september (2021-2015 árgerðir). 5.fl – Vetrartaflan þeirra tekur gildi 16.sept (2014 og 2013). 4.fl – Vetrartaflan þeirra tekur gildi 30.sept (2012 og 2011). 2. og 3.fl – Vetrartaflan þeirra tekur gildi í byrjun […]

Guðjón Dunbar með brons á NM U20 í Danmörku

Dagana 10.-11. ágúst fór fram Norðurlandameistaramót U20 ára í Danmörku en keppt var á Tårnby Stadion rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Ísland og Danmörk tefldu fram sameiginlegu liði en 10 íslenskir keppendur voru í liðinu. Við erum einkar stolt að hafa átt tvo Blika í hópnum en Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson keppti í þrístökki og Júlía […]

28 verðlaun á MÍ 11-14 ára á Laugum

Um miðjan júlí eða helgina eftir Gautaborgarveisluna miklu fór Meistaramót Íslands 11-14 ára fram á Laugum. Breiðablik átti 18 keppendur á mótinu og gerði hópurinn sér lítið fyrir og vann til alls 28 verðlauna sem skilaði liðinu þriðja sæti í stigakeppni félagsliða á eftir HSK/Selfoss og ÍR. Keppendur fengu sinn skerf af íslenska sumarveðrinu og […]

Tanja Tómasdóttir nýr framkvæmdastjóri Breiðabliks

Breiðablik hefur ráðið Tönju Tómasdóttur í starf framkvæmdastjóra félagsins. Tanja er lögfræðingur að mennt og hefur undanfarin misseri stundað nám við forystu og stjórnun samhliða vinnu. Tanja kemur frá TM tryggingum þar sem hún hefur starfað frá 2016 m.a. við lögfræðiþjónustu og viðskiptaþróun. Tanja hlaut réttindi sem umboðsmaður knattspyrnumanna árið 2014 fyrst íslenskra kvenna og […]

Tvö verðlaun og persónuleg met í tugatali hjá Blikum á Gautaborgarleikunum

Alþjóðlega frjálsíþróttamótið, World Youth Games, eða Gautaborgarleikarnir voru haldnir í Gautaborg í Svíþjóð dagana 5.-7. júlí og þetta árið tóku 20 Blikar þátt í harðri og spennandi keppni við ungt og efnilegt frjálsíþróttafólk hvaðanæva að úr heiminum, en tæplega 3.000 keppendur voru skráðir til leiks. Með okkar fólki fylgdi góður hópur foreldra og systkina sem […]

Mótsmet og persónulegar bætingar á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram á Selfossi dagana 22.-23. júní og sigruðu heimamenn í HSK/Selfoss stigakeppni félagsliða. Breiðablik átti 19 keppendur á mótinu og var mikið um persónulegar bætingar hjá okkar fólki en alls unnu Blikarnir til 19 verðlauna og þar af voru 9 gullverðlaun. Guðjón Dunbar Diaquoi sér lítið fyrir og setti mótsmet […]