Entries by

Höskuldur er Íþróttakarl Kópavogs 2024

Íþróttahátíð Kópavogs fór fram í gær, miðvikudaginn 8.janúar, í Salnum. Það er skemmst frá því að segja að Höskuldur var kjörinn Íþróttakarl Kópavogs en þar gildir íbúakosning 40% á móti 60% af atkvæðum frá íþróttaráði bæjarins. Eins og undanfarin ár þá komu 10 manns til greina í kjörinu og er Breiðablik virkilega stolt af því […]

Birna og Þorleifur eru frjálsíþróttafólk Breiðabliks 2024

Birna Kristín Kristjánsdóttir og Þorleifur Einar Leifsson eru frjálsíþróttafólk Breiðabliks 2024. Uppskeruhátíð Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks fór fram þann 3. janúar og við það tilefni var frjálsíþróttafólk ársins heiðrað sérstaklega. Birna Kristín Kristjánsdóttir er frjálsíþróttakona ársins og Þorleifur Einar er frjálsíþróttamaður ársins og óskum við þeim innilega til hamingju með verðskuldaða titla. Birna var valin í nokkur […]

Uppskeruhátíð frjálsíþróttadeildar

Uppskeruhátíð frjálsíþróttadeildar Breiðabliks fyrir árið 2024 fór fram 3. janúar og þar komu iðkendur, foreldrar, þjálfarar og vinir deildarinnar saman til að fagna frábærum árangri á árinu og eiga góða og gleðilega stund saman. Árið var gott hjá frjálsíþróttafólki Breiðabliks og óhætt að segja að framtíðin sé björt. Góðan árangur Breiðabliks í frjálsum íþróttum má […]

Opnun Smárans og Fífunnar yfir hátíðarnar

Laugardagur        21. desember                 8.30-19.00 Sunnudagur        22. desember                 8.30-20.00 Mánudagur          23. desember                 Lokað Þriðjudagur          24. desember                 Lokað Miðvikudagur     25.  desember                Lokað Fimmtudagur     26. desember                 Lokað Föstudagur          27. desember                 8.00-20.00 Laugardagur        28. desember                 8.30-19.00 Sunnudagur        29. desember                 10.00-17.00 Mánudagur          30. desember                 10.00-19.00 Þriðjudagur          31. desember                 Lokað Miðvikudagur      1. janúar                           Lokað   Skrifstofa félagsins verður lokuð […]

Blikar verðlaunaðir á uppskeruhátíð FRÍ

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasamband Íslands fór fram í Laugardalshöllinni í byrjun desember og óhætt að segja að mikil gleði hafi verið meðal frjálsíþróttafólksins sem mætti og stemningin í salnum einstaklega góð. Fjöldi viðurkenninga var veittur til okkar besta og efnilegasta íþróttafólks og að þessu sinni voru fjórir Blikar verðlaunaðir afrek á árinu. Júlía Kristín Jóhannesdóttir fékk verðlaun […]

Þjálfarakvöld Breiðabliks haldið í fyrsta sinn

Þjálfarakvöld Breiðabliks var haldið í fyrsta sinn í gær, mánudaginn 18.nóvember. Reyndustu þjálfarar gærkvöldsins voru allavega á því að aldrei áður hefði verið haldinn sameiginlegur viðburður fyrir þjálfara í öllum deildum félagsins. Kvöldið hófst á fyrirlestri frá Önnu Steinsen í Kvan um jákvæð samskipti. Svo var komið að Soffíu Ámundar, einnig frá Kvan, að fjalla […]

Sóley Margrét heimsmeistari!

Rétt áðan tryggði Sóley Margrét sér heimsmeistaratitilinn í kraftlyftingum en að þessu sinni fer mótið fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík sem er einstaklega skemmtilegt fyrir okkar konu sem var eðlilega með flesta áhorfendur á sínu bandi. Sigur Sóleyjar var afgerandi og glæsilegur en samtals lyfti hún 710kg á meðan 2.sætið lyfti samtals 670kg. Þessi 710 […]

Þrír Blikar í unglingalandsliði FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt nýtt unglingalandslið 15-19 ára fyrir tímabilið 2024-2025 og hafa 60 einstaklingar náð þessum frábæra árangri. Unglingalandsliðið er valið út frá árangri á utanhúss tímabilinu 2024 og eru skilgreind lágmörk í hverri grein og aldursflokki. Þrír Blikar eru í unglingalandsliðinu í ár en það eru þau Patrekur Ómar Haraldsson sem hljóp 800 […]

Arnar Pétursson Íslandsmeistari í öðru veldi

Blikinn okkar Arnar Pétursson gerði sér lítið fyrir á dögunum og nældi sér í tvo Íslandsmeistaratitla í október, annars vegar með sigri á Meistaramóti Íslands í víðavangshlaupum þann 19. október þegar hann hljóp 9 km í bleytu og kulda í Laugardalnum á tímanum 00:31:25 og hins vegar með sigri á Meistaramóti Íslands í maraþoni þann […]