Entries by

Tanja Tómasdóttir nýr framkvæmdastjóri Breiðabliks

Breiðablik hefur ráðið Tönju Tómasdóttur í starf framkvæmdastjóra félagsins. Tanja er lögfræðingur að mennt og hefur undanfarin misseri stundað nám við forystu og stjórnun samhliða vinnu. Tanja kemur frá TM tryggingum þar sem hún hefur starfað frá 2016 m.a. við lögfræðiþjónustu og viðskiptaþróun. Tanja hlaut réttindi sem umboðsmaður knattspyrnumanna árið 2014 fyrst íslenskra kvenna og […]

Tvö verðlaun og persónuleg met í tugatali hjá Blikum á Gautaborgarleikunum

Alþjóðlega frjálsíþróttamótið, World Youth Games, eða Gautaborgarleikarnir voru haldnir í Gautaborg í Svíþjóð dagana 5.-7. júlí og þetta árið tóku 20 Blikar þátt í harðri og spennandi keppni við ungt og efnilegt frjálsíþróttafólk hvaðanæva að úr heiminum, en tæplega 3.000 keppendur voru skráðir til leiks. Með okkar fólki fylgdi góður hópur foreldra og systkina sem […]

Mótsmet og persónulegar bætingar á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram á Selfossi dagana 22.-23. júní og sigruðu heimamenn í HSK/Selfoss stigakeppni félagsliða. Breiðablik átti 19 keppendur á mótinu og var mikið um persónulegar bætingar hjá okkar fólki en alls unnu Blikarnir til 19 verðlauna og þar af voru 9 gullverðlaun. Guðjón Dunbar Diaquoi sér lítið fyrir og setti mótsmet […]

Fimm Íslandsmeistaratitlar í frjálsum hjá Breiðablik

Meistaramót Íslands í frjálsum var haldið í 98. sinn helgina 28.-30. júní og fór keppnin fram á Akureyri þetta árið. MÍ er stærsta mót ársins innanlands og þar kemur margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki saman og keppir um Íslandsmeistaratitla félagsliða og í einstaklingsgreinum fullorðinna. Breiðablik átti 10 keppendur á mótinu og að keppni lokinni stóð […]

Birna Smáþjóðarmeistari

Blikinn Birna Kristín Kristjánsdóttir varð um helgina Smáþjóðameistari í langstökki þegar hún setti mótsmet á Smáþjóðameistaramótinu á Gíbraltar með risa stökki upp á 6,46 m en stökkið er jafnframt Íslands- og aldursflokkamet í flokki 23 ára og yngri. Gamla metið var frá 2012 og hljóðaði upp á 6,27 m sem þýðir að Birna Kristín bætti […]

BERNSKUBREK – 14.júní

MARTEINN SIGURGEIRSSON Rifjar upp sprell og athafnaþrá júní í Salnum kl 20 Kópavogsæskunnar á öldinni sem leið með kvikmyndum og spjalli. Frekari upplýsingar og bókanir : salurinn.is Meðal þess sem sagt verður frá eru samskipti unglinga við herinn á stríðsárunum ( Pétur Sveinsson og Sigurður Grétar Guðmundsson )  Bræðurnir frá Kópavogsbýlinu þeir: Magnús, Einar og […]

Ívar kveður

Í dag var seinasti starfsdagur Ívars Ásgrímssonar fyrir Breiðablik. Ívar hefur starfað fyrir deildina síðastliðin fjögur ár með góðum árangri. Hann hefur verið yfirþjálfari deildarinnar, þjálfari meistaraflokks kvenna og meistaraflokks karla á tíma sínum í Smáranum. Ívar kveður deildina á góðum stað en yngri flokka starfið hefur tekið miklum framförum undanfarin ár. Körfuknattleiksdeild Breiðabliks vill […]