Entries by

Íslandsmótið í Cyclocross

Íslandsmeistaramótið í cyclocross fór fram í dag í Álafosskvosinni við góðar aðstæður en þó var nokkuð kalt og brautin lúmsk hál á köflum. Brautin sjálf var snilldarlega vel lögð og bauð upp á mjög fjölbreytta kafla. Í karlaflokki var hörð barátta á milli Ingvars Ómarssonar og Davíðs Jónssonar (HFR) en Ingvar leiddi eftir fyrsta hring […]

Íslandsmótið í Criterium

Í dag var Íslandsmótið í criterium haldið sem var í senn fjórða og síðasta bikarmótið í greininni. Hjólreiðadeild Breiðabliks átti nokkra keppendur sem stóðu sig mjög vel. Magnús Björnsson og Júlía Oddsdóttir (afmælisbarn dagsins) gerðu sér lítið fyrir og sigruðu B-flokkinn í æsispennandi endaspretti, en Júlía varð jafnframt bikarmeistari í greininni. Þá var Kristrún Lilja […]

Grefillinn 2024

Hjólreiðadeild Breiðabliks hélt enn á ný gravelmótið Grefilinn laugardaginn 10. ágúst 2024. Hátt í 180 manns voru skráðir til leiks en eitthvað var um forföll, aðallega vegna „haust“veikinda. Batakveðjur til þeirra sem komust ekki. Allt frá ræsingu var útlit fyrir æsispennandi endasprett í 200 km Pro/Elite karlaflokki, og fór það svo að endasprettur var milli […]

Frábær árangur í malarkeppnunum

Tvær stórar og nokkuð ólikar malarkeppnir fóru fram núna í lok júlí. The Rift fór fram 20. júlí með um 800 keppendum og 90% þeirra voru erlendir. Tvær vegalengdir voru í boði 200km og 100km. í 200km keppninni var keppt bæði í atvinnumannaflokki og almenningsflokki. Ingvar Ómarsson náði frábærum árangri en hann vann sig jafnt […]

Vortímataka Breiðabliks

Eftir að hafa þurft að fresta mótahaldi síðasta fimmtudag vegna óveðurs hélt Hjólreiðadeild Breiðabliks Vortímatöku (TT) sína á Vatnsleysustrandarvegi mánudaginn 10. júní 2024. Segja reyndari menn að aldrei áður hafi Vortímatakan verið haldin í jafn mikilli blíðu. Alls mættu 34 keppendur til leiks, allt frá 14 ára aldri upp í 69 ára, og var um […]

Frábær keppnisferð til Spánar

Í byrjun maí fór 30 manna hópur frá Hjólreiðadeild Breiðabliks í skipulagða vikuferð til Girona á Spáni til að taka þátt í gravel keppni sem heitir The Traka. Keppnin býður upp á mismunandi vegalengdir á þremur dögum, allt frá 50 km til 360 km í gríðarlega fallegu landslagi. Hópurinn var búinn að æfa stíft allan […]

Sigur hjá Ingvari á Kanarí

Nú styttist í að keppnistímabílið byrji hjá hjólreiðadeild Breiðabliks. Reyndar eru sumir félagar farnir að taka þátt í vorkeppnum erlendis og Ingvar Ómarsson tók þátt í einni slíkri á Kanarí í mars meðan að hann var þar í æfingaferð. Fyrir áhugasama var æfingaferðin tveggja vikna löng og Ingvar hjólaði samtals 1900km á þessum tveimur vikum […]

Aðalfundur hjólreiðadeildar 20. mars

Stjórn Hjólreiðadeildar Breiðabliks boðar til aðalfundar miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 19:30 í Smáranum, 2. hæð. Dagskráin er sem hér segir: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildar 3. Ársreikningur staðfestur af skoðunarmönnum lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Umræða um málefni deildar og önnur mál Rétt til […]

Hjólreiðafólk Breiðabliks 2023

Hjólreiðakona ársins: Björg Hákonardóttir, fædd 1987. Björg varð bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari í cyclocross árið 2023. Einnig varð hún bikarmeistari í ólympískum fjallahjólreiðum þrátt fyrir að hafa verið úr leik í nokkrar vikur vegna handarbrots. Björg varð í þriðja sæti á Íslandsmótinu í fjallahjólamaraþoni. Þá varð Björg í 1. sæti bæði í 200 km Greflinum […]

Björg bikarmeistari í fjallahjólreiðum

Bikarmótaröðinni í ólympískum fjallahjólreiðum lauk um heigina á Akureyri þegar 3. bikarmótið fór fram í Kjarnaskógi. Björg Hákonardóttir varð í 2. sæti þar en hún hafði áður unnið hin bikarmótin í vor á Hólmsheiði og í Guðmundarlundi og stóð því uppi sem sigurvegari í mótaröðinni. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Bjargar í ólympískum fjallahjólreiðum en hún […]