Entries by Ragnar Viktor Hilmarsson

Landsbankamót ÍRB

Landsbankamót ÍRB í sundi fór fram um helgina. Keppt var í flokkum 12 ára og yngri, 13-14 ára og 15 ára og eldri. Blikar áttu marga keppendur á mótinu sem stóðu sig vel. Besta afrek okkar sundfólks vann Freyja Birkisdóttir þegar hún setti nýtt meyjamet í 1500m skriðsundi, synti á tímanum 19:24.89 en gamla metið […]

Sumarnámskeið í Sundi

Sumarnámskeið í sundi hefst 11. júní n.k. og búið er að opna fyrir skráningu. Kennsla fer fram í innilaug Salalaugar í Íþróttamiðstöðinni í Versölum og í litlu innilauginni í Sundlaug Kópavogs á Kársnesi sem eru svipaðrar. Lengd hverrar kennslustundar er 45 mínútur (með tímanum sem tekur að fara ofaní). Allar nánari upplýsingar er að finna […]

ÍM50 2018 þriðji keppnisdagur

Í dag fór síðasti dagur ÍM50 fram í Laugardalnum. Sundfólkið okkar stóð sig mjög vel í undanrásunum í morgun. Andri, Guðmundur og Freyja voru að keppa sínu fyrsta ÍM og stóðu sig öll vel og voru að synda við sína bestu tíma eða bæta þá. Undanrásirnar enduðu á 4x100m skriðsund blandað og vorum við með […]

ÍM50 2018 annar keppnisdagur

ÍM50 hélt áfram í dag í Laugardalnum. Fyrir hádegi voru undanrásir sem gengu mjög vel hjá okkar sundfólki sem tryggði sig í úrslit í mörgum sundum. Freyja synti t.d. aðeins 5 sek frá meyjarmeti í 1500m skriðsundi og einnig var Gústav að synda vel. Úrslit fóru fram seinni partinn í dag þar sem 8 bestu […]

ÍM50 2018 fyrsti keppnisdagur

  ÍM50 hófst í Laugardalnum í morgun með undanrásum. Okkar sundfólk stóð sig vel í dag og mörg náðu inn í úrslit sem voru synt seinnipartinn. Einnig fór fram 4x100m fjór blandað í morgun þar sem A-sveit Breiðabliks vann og varð Íslandsmeistari. Sveitina skipuðu Brynjólfur Óli, Huginn, Bryndís og Kristín Helga. B-sveitin náði þriðja besta […]

3ja ára samningur milli Sunddeildar Breiðabliks og Icepharma

Á mynd:  frá hægri Ragnar Viktor Hilmarsson Formaður sunddeildar Breiðabliks frá vinstri, Dögg Ívarsdóttir Sölustjóri Speedo hjá Icepharma Föstudaginn 23. mars sl. var undirritaður nýr 3ja ára samningur milli Sunddeildar Breiðabliks og Icepharma .  Icepharma hefur undanfarin ár verið umboðsaðili vörumerkja í fremstu röð á borð við Speedo, Nike og fleira.  Samningurinn felur m.a. Í […]

Aðalfundur Sunddeildar lokið

Aðalfundur Sunddeildar Breiðabliks fór fram 7. mars síðast liðinn í Veislusalnum í Smáranum.  Formaður fór yfir liðið sundár sem hefur gengið afar vel hjá deildinni, farið var yfir ársreikninginn og hann samþykktur einróma, ný stjórn var kosin og nokkur önnur mál voru rædd.  Úr stjórn gekk Þröstur Spörri Jónsson og til stóð að Ragnar Viktor […]