Landsbankamót ÍRB í sundi fór fram um helgina. Keppt var í flokkum 12 ára og yngri, 13-14 ára og 15 ára og eldri. Blikar áttu marga keppendur á mótinu sem stóðu sig vel. Besta afrek okkar sundfólks vann Freyja Birkisdóttir þegar hún setti nýtt meyjamet í 1500m skriðsundi, synti á tímanum 19:24.89 en gamla metið var 19:30.59 síðan í desember 2013. Gunnar Egill er greinilega að gera góða hluti með sundhópinn sinn. Einnig náðu margir keppendur lágmörkum á AMÍ sem er aldursflokka meistaramót Íslands (17 ára og yngri) í sundi sem mun fara fram á Akureyri í júní. Blikar munu því fara með fjölmennan og sterkan hóp norður í sólina í sumar.