Sunnudaginn 28.janúar fór fram karatemót sem hluti af RIG (Reykjavik International Games). Breiðablik átti góðan hóp keppenda á mótinu og var uppskera okkar góð eftir daginn. Breiðablik endaði með 9 verðlaun, 3 gull, 4 silfur og 2 brons, glæsilegur árangur. Í kata kvenna átti Svana Katla góðan dag, vann allar 3 viðureignir sínar og vann því gullið eftir að hafa mætt Örnu Katrínu í úrslitum. Í kata junior stóð Móey María Sigþórsdóttir McClure uppi sem sigurvegari eftir að hafa mætt stöllu sinni Guðbjörgu Birtu í úrslitum. Þriðja gull dagsins vann Tómas Pálmar Tómasson í kata cadet eftir að hafa unnið alla 4 andstæðinga sína. 

Breiðablik átti einnig keppendur í úrslitum í kumite, bæði í junior kvenna, Móey Maríu, og í cadet karla, Bjarna Hrafnkelsson, en bæði biðu þau lægri hlut og fengu því silfurverðlaun. Auk þeirra unnu Tómas Aron og Arna Katrín til bronsverðlauna í sínum flokkum.

Við erum virkilega stollt af okkar fólki, frábær árangur en einnig miklar framfarir hjá öllum.

Verðlaun Breiðabliks á RIG 2018:
Gull í kata senior, Svana Katla Þorsteinsdóttir
Gull í kata junior, Móey María Sigþórsdóttir McClure
Gull í kata cadet, Tómas Pálmar Tómasson
Silfur í kata senior, Arna Katrín Kristinsdóttir
Silfur í kata junior, Guðbjörg Birta Sigurðardóttir
Silfur í kumite junior, Móey María Sigþórsdóttir McClure
Silfur í kumite cadet -63kg, Bjarni Hrafnkelsson
Brons í kumite senior, Arna Katrín Kristinsdóttir
Brons í kata cadet, Tómas Aron Gíslason

Á meðfylgjandi mynd má sjá gullverðlaunahafa dagsins, Svönu Kötlu, Móey Maríu og Tómas Pálmar. Á seinni myndinni má sjá verðlaunahafa Breiðabliks með liðsstjórum sínum.