Kópavogsbær veitti viðurkenningar fyrir frammúrskarandi árangur í íþróttum 2017. Perla Karen Gunnarsdóttir og Jón Erik Sigurðsson fengu viðurkenningar fyrir skíði í flokki 13-16ára – Þau voru við æfingar í Lungau í Austurríki, þegar afhending fór fram en það náðist mynd af þeim á milli ferða þegar Faxaflóamótið var haldið um liðna helgi. Innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.