Á Íþróttahátíð Kópavogs sem haldin var í Kórnum fimmtudaginn 11. janúar, fengu þrír frjálsíþróttamenn Breiðabliks viðurkenningar fyrir góðan árangur í sínum greinum árið 2017. Sindri Hrafn Guðmundsson í flokki 17 ára og eldri, og í flokki 13-16 ára Birna Kristín Kristjánsdóttir og Hlynur Freyr Karlsson. Einnig hlutu Irma Gunnarsdóttir í flokki 19-22 ára og Björgvin Brynjarsson í meistaraflokki samskonar viðurkenningu frá Garðabæ, þar sem þau eru búsett.

Við óskum þeim innilega til hamingju.

Á myndina vantar Björgvin Brynjarsson.